Kjarninn borgarmlastefnunni

Ég hafði gaman af því að taka þátt í prófjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006.

Það gaf tækifæri til að reifa ýmis mál frá eigin brjósti.

Þetta voru 10 efstu áhersluatriði mín og ég stend við þau! 

 

1) Að borgin reki þrjú gjaldfrjáls skólastig, leikskóla, grunnskóla og taki við ábyrgð á rekstri framhaldsskóla af ríkinu.

2) Að í Vatnsmýrinni verði glæsilegt miðborgarsvæði 21. aldarinnar.

3) Að borgin taki við heimahjúkrun og þjónusta við aldraða verði öflug og heildstæð undir einni stjórn.

4) Að kalla borgarbúa til beinna áhrifa með því að styrkja hverfafélög í samvinnu við þjónustumiðstöðvar borgarinnar og fela þeim verkefni um grenndarmál sem varða öryggi, umferð og umhverfi.

5) Að umönnun barna verði tryggð frá fæðingarorlofi til leikskóla, og á skólastigum yngri barna verði nám, íþróttir og frístundastarf hluti af samfelldum skóladegi.

6) Að borgin tryggi fjölbreytt framboð af búsetumöguleikum sem henta ólíkum lífsstíl fyrir fólk á öllum aldri. Ólíkar tegundir einbýlis- og fjölbýlishúsa þurfa að bjóðast í samræmi við óskir fólks.

7) Að sjálfstæðir og fjölbreyttir skólar verði í fremstu röð á alþjóðlegum mælikvarða. Áhrif forráðamanna barna verði aukin með stefnumarkandi skólasáttmála þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk setja sameiginleg markmið skólans um nám og forvarnir. Starfsfólk skóla fái ríkulegt svigrúm til nýsköpunar. Einstaklingsmiðað nám verði styrkt enn frekar með einstaklingsáætlunum nemenda.

8) Að efla samráð í skipulagsmálum og búa framsæknum fyrirtækjum umhverfi sem þau þarfnast svo þau laði að gott fólk til að skapa auð og störf.

9) Að Reykjavík sé alþjóðleg menningarborg og jafnist á við framsæknar erlendar borgir í lífsgæðum – bæði hvað varðar mannlíf og umhverfi. Ný tónlistar- og ráðstefnuhöll verði vettvangur heimsviðburða.

10) Að Reykjavík taki forystu um þróunaráætlun fyrir hið nýja samfellda borgarsvæði frá Borgarfirði til Árnessýslu þar sem nú eru að skapast ný sóknarfæri með efnahagslegum styrk og menningarlegri fjölbreytni.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is