31.5.2012
Svipmiklir einstaklingar


Þau eru skemmtilega svipmikil og rík af persónueinkennum dýrin í Afríku.  Það er skiljanlegt að stundum séu þau ,,manngerð" vegna líkingar við mannfólkið.  Þessi Horna billi fékk til dæmis tilnefningar sem stjórnmálamaður á Íslandi.  Og svo eru þeir sem sýna tennurnar:


Þessi Mangi (Mongoose) var einn margra sem lék sér í morgunsólinni og gantaðist við félagana.  Gæti verið þingmaður í miklum ham.  En var í raun bara að geispa!  Það eru ekki alltaf víg í vígtönnum.

Hátíðlegur félagi:


Á svipinn eins og hann sjái allt og skilji allt, djúpum skilningi - flautaþyrilsins. Við könnumst við slíka.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is