10.9.2011
Nú eru híbýladagar


Brenna múrsteina.  Þeir eru mótaðir úr leir sem fæst víða í grenndinni og síðan hlaðið í stafla með holrými í miðju, þar er eldur borinn að og steinarnir brenndir.  Í ágúst, september og fram í október er húsbyggingatími.  Uppskera á nú að vera komin í hús og það sem afgangs er selt ef hægt er.  Þá er allt hitt eftir: Brenna þarf steina í ný hús eða þar sem þarf að dytta að.

Ekki gengur að þakið leki þegar regntímnn gengur loks í garð og því þarf að þétta með köntum.  Og þeir sem ekki eiga járnþök þurfa að safna efni:


Sækja þarf væna vöndla af þurrkuðu grasi og draga að strákkofunum til að skipta um eða þétta.  Gott stráþak endist í 2-3 ár ef vel er vandað til.  Það eru því híbýladagar í Malaví þegar sumar gengur í garð.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is