Blaðafregn

Ha? Ég í Mogganum? Þegar fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar heimsóttu Himbabyggðir haustið 2006 tók Gunnar Salvarsson almannatengslafulltrúi ÞSSÍ margar myndir og skrifaði grein um þetta merka fólk í Morgunblaðið. Þegar við Vilhjálmur Wiium fórum á sömu slóðir hafði Vilhjálmur meðferðis ljósrit af greininni til að sýna heimamönnum. Skemmtilegt var að sjá þegar við hittum eina konu sem hafði verið myndefni Gunnars Salvarssonar og hún fékk blaðagreinina í hendur!

Sagan er komin á vefinn.  Sjá nánar hér.

Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is