 |
Jörðin séð úr suðri |

Þannig skipti hvíti maðurinn Afríku upp. Valinn kafli úr bók minni: ,,Afríka, ást við aðra sýn".
Sjá hér:
 |
Viðtal um spillingu |

Hér er birt uppskrift að viðtali sem tekið var í Silfri Egils í janúar 2012. Viðtalið fór víða og hefur mikið verið leikið á youtube.com. Hér eru valdir kaflar sem enn eiga við, því miður, um spillingu á Íslandi og fleira henni tengt.
 |
Sagan um framtíð Íslands |
 |
Nýárshugvekja 2016 |
Við ætlum að bjarga heiminum. Hvernig? Nýárshugvekja í Fríkirkjunni 2016 greinir frá því.
 |
Nýlegar greinar um samfélagsmál |
62 auðkýfiingar
Í þessari grein færi ég heimsbyggðarmálin heim. Spurningin er alls staðar um auð og völd.
,,Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum."
Hver er þín staða í grundvallarmálum?
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér?
Lýðræði
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust.
Stjórnarskráin, næstu skref
Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur.
Auðlindir í þjóðareign
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri.
Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er.
