Velkomin á stefanjon.is

Velkomin á síðu mína.  Hér er margvíslegt efni sem ég hef kynnt á liðnum árum.  Ég þakka 400.000 gestum innlitið.

Nýjar fréttir
17.2.2018
Afríka kvödd

solaruppras

Síðustu 10 ár hef ég lifað og starfað í Afríku næstum samfellt og nú er komið að kveðjustund. Margs vísari og mikið breyttur maður, stundum vonandi til batnaðar, þökk sé því góða fólki sem ég kynntist hér í álfunni heitu. 

,,Eins og allir miklir ferðalangar sá ég meira en ég man - og man fleira en ég sá” sagði Disraeli og ég gerði að einkunnarorðum bókar minnar um Afríku. Á uppgjörsstundu man ég helst það sem er óáþreifanlegt og ólýsanlegt. Hið ótrúlega litríka og fjölbreytta mannlíf í þeim löndum álfurnnar sem ég hef heimsótt. Og það sem David Attenborough kallaði ,,stórkostlegasta sjónleik móður náttúru sem settur hefur verið á svið hér á jörð”. Slétturnar, vötnin, skógana, fjöllin, fljótin og dýrin öll.

Lesa meira
23.4.2017
Mannlegi þátturinn. PISTLAR.

Hér er textaútgáfa af pistlunum mínum í Mannlega þættinum á Rás 1 í byrjun 2017. Pistlanir voru vikulega og hér eru þeir helstu:

Lesa meira
16.6.2016
Manifestó 2016: Jöfnuður

Sjá uppsetta grein hér.

Hvers vegna er ójöfnuður í heiminum og á Íslandi vandamál og hvað er hægt að gera til að ráðast gegn vandanum? Í 1. hefti tímaritsins Foreign Affairs 2016 er fjallað um ójöfnuð sem eitt helsta heimsbyggðarvandamálið sem þarf að ráðst gegn og rakin dæmi um leiðir í greinasafni. Stefán Jón Hafstein ræðir efni greinanna og setur í samhengi við íslensk samfélagsmál. Hann bendir á að:

Ójöfnuður er viðurkennt vandamál, af forseta Bandaríkjanna, framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölmörgum sem ná máli í alþjóðlegri umræðu - frá páfa til stórfjárfesta og róttækra umbótasinna og hagfræðinga í fremstu röð.


Hægt er að bregðast við, en það kallar á pólitískar ákvarðanir, sem vafi er á að hægt sé að taka innan núverandi valdastofnana.


Ójöfnuður birtist í ólíkum myndum og kallar á ólíkar lausnir - líka nýjar.


Á Íslandi í dag þarf að: Endurskipta auðlindaarðinum, skilgreina fá forgangsmál sem hafa mikið og mótandi samfélagslegt gildi, gefa unga fólkinu tækifæri og ,,jafna” milli kynslóða

Lesa meira
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is